Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags fyrir Fiskeldið Haukamýri, Norðurþingi.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 22. febrúar 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir Fiskeldið Haukamýri á iðnaðarsvæði I4 í Norðurþingi. Uppi eru áform um stækkun stöðvarinnar og aukningu á framleiðslu fiskeldisins. Stærð skipulagssvæðisins er um 3,8 ha. og gert er ráð fyrir nýjum mannvirkjum og viðbyggingum við nú þegar byggð mannvirki á lóð fiskeldisins. Þar sem að deiliskipulagið fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 verður unninn umhverfisskýrsla sem verður hluti greinargerðar deiliskipulagsins.

Skipulags- og matslýsing þessi er nú til kynningar á vefsíðu Norðurþings (sjá hér neðar í frétt)  auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 25. mars 2022. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (nordurthing@nordurthing.is). 


Hér má sjá skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags fyrri Fiskeldið Haukamýri

 

Húsavík, 24. febrúar 2022

    Gaukur Hjartarson

      Skipulags- og byggingarfulltrúi