Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði á Kópaskeri í Norðurþingi
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 20. júní 2023 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 40. gr. og 41 greina skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði Í1 og Í2 á Kópaskeri.
Markmið skipulagsins er að skipuleggja lóðir fyrir allt að 14-16 lóðir undir einbýlishús og eða parhús. Stærð skipulagssvæðis er 4,4 ha. Skipulagssvæðið er norðan Duggugerðis og norðurmörk þess liggja við núverandi skjólbelti í túni.
Skipulags- og matslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir upp á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Kynningartími skipulagslýsingar er frá 6. júlí 2023 til og með 10. ágúst 2023. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 10. ágúst 2023. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (nordurthing@nordurthing.is).
Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi
Einnig er hægt að skoða og senda athugasemdir í gegnum vefinn www.skipulagsgatt.is
Húsavík 29. júní 2023
Skipulagsfulltrúi Norðurþings