Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna nýs deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis norðan Búðarár á Húsavík

Bæjarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2015 að kynna skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna nýs deiliskipulags fyrir s.k. Guðjohnsensreit/Öskjureit á Húsavík.

Deiliskipulagstillagan mun ná til hluta af verslunar- og þjónustusvæði í miðbæ Húsavíkur sem merkt er M1 í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.  Skipulagssvæðið er um 0,9 ha að flatarmáli og afmarkast af Mararbraut í vestri, Garðarsbraut í norðri og austri og Árgötu í suðri.  Svæðið er að miklu leiti byggt.

 

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 9. apríl 2015.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Húsavík 17. mars 2015

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi