Kynning skipulagslýsingar vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 í samræmi við 1 mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felur í sér heimild fyrir lagningu jarðstrengs frá tengivirki við Þeistareyki og að Kópaskerslínu 1. Verkefnið er hluti af endurnýjunaráætlun Landsnets og er meginmarkmið þess að tryggja afhendingaröryggi á öllu svæðinu og styrkja Kópaskerslínu 1 á tveimur stöðum.
Fyrirhugaður jarðstrengur nær þvert yfir sveitarfélagsmörk Þingeyjarsveitar og Norðurþings og því er gerð ein lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingar beggja sveitarfélaga.
Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagslýsingarinnar er frá 13. október til og með 4. nóvember 2022. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 4. nóvember 2022. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is
Húsavík 10. október 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings