Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 og breytingar deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík – Kynning á skipulagstillögum

Kynning skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 og breytingar deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík – Kynning á skipulagstillögum

 

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 13. desember 2016 að kynna skipulagslýsingu fyrir breytingum á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og deiliskipulagi Holtahverfis á Húsavík skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Horft er til þess í deiliskipulagi að breyta 13 einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir á E-svæði Holtahverfis.  Jafnframt er horft til þess að fjölga íbúðum í tveimur óbyggðum raðhúsum við Lyngholt úr fjórum í sex.  Aðalskipulagsbreyting mun m.a. fela í sér samræmingu afmörkunar íbúðarsvæða Holtahverfis við gildandi deiliskipulag ásamt skilgreindri fjölgun íbúða innan skipulagssvæðis.

 

Skipulagslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is).  Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 6. janúar 2017.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem ætlunin er að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagsbreytingum í Holtahverfi á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, miðvikudaginn 4. janúar 2017 milli kl. 14 og 16.  Á sama fundi verður kynnt tillaga að deiliskipulagi Heimskautsgerðis við Raufarhöfn.

 

Húsavík 19. desember 2016

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi