Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og breytingar deiliskipulags Höfðavegar á Húsavík

Kynning skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 og breytingar deiliskipulags Höfðavegar á Húsavík

 

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 22. nóvember 2016 að kynna skipulagslýsingu fyrir breytingum á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og deiliskipulagi Höfðavegar á Húsavík skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Horft er til þess í skipulagi að tengja Höfðaveg inn á Laugarbrekku um núverandi lóð Héðinsbrautar 15, sameina tvær byggingarlóðir við Héðinsbraut þar sem hugmyndin er að byggja gistiheimili og breyta nokkuð byggingarrétti að Höfðavegi 6.

 

Skipulagslýsingin er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 9. desember 2016.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

 

Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga þar sem ætlunin er að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagsbreytingunum á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, þriðjudaginn 29. nóvember n.k. milli kl. 14 og 16. 

 

 

Húsavík 22. nóvember 2016

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi