Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010 - 2030 við Auðbrekku

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 29. október 2019 að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Fyrirhuguð breyting fælist í því að svæði fyrir þjónustustofnanir við Auðbrekku (Þ1) stækki inn á opið svæði til sérstakra nota austan við sjúkrahús Heilbrigðistofnunar. Ætlunin er að byggja á því svæði hjúkrunarheimili.


Skipulagslýsingu þessa má finna hér,  auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík.

Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 29. nóvember 2019. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).