Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir Heimskautsgerðið við Raufarhöfn.
Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir Heimskautsgerðið við Raufarhöfn.
Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögum skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 20. september 2016 að kynna skipulagslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. vegna nýs deiliskipulags fyrir Heimskautsgerðið við Raufarhöfn. Skipulagið verður unnið í samræmi við gildandi Aðalskipulag Norðurþings 2010-20130 og ákvæði um viðkomandi svæði sem er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Ekkert deiliskipulag er í gildi innan skipulagssvæðisins. Ætlað er að skipulagssvæðið verði um 36 ha að stærð og stendur Heimskautsgerðið á ásnum norðvestan við þorpið. Búið er að reisa miðsúlu gerðisins og fjögur hlið sem vísa í höfuðáttirnar og myndar 54 metra hring í þvermál. Vinna hefur staða yfir við skipulag og hönnun brúar/göngustígs að Heimskautsgerðinu sem á að bjóða upp á gott aðgengi fyrir alla.
Skipulagslýsing þessi eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is). Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 7. október 2016. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).
Húsavík 21. september 2016
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi