Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags verslunar-og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík, Norðurþingi.

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 13. desember 2018 að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík. Helsta markmið deiliskipulagsins er að staðsetja lóð fyrir golfskála og bílastæði og að skapa góðar tengingar við golfvöllinn og Langholt sem er aðkoma að svæðinu og tenging við bæinn.


Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 11. janúar 2019. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

Skipulagslýsinguna má nálgast hér

Skipulags- og byggingarfulltrúi í Norðurþingi