Fara í efni

Kynning skipulagstillögu á vinnslustigi vegna breytingar á aðalskipulagi Stórhóls – Hjarðarholts á Húsavík

Sveitastjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 24.09.2024 að kynna skipulagsbreytingu á vinnslustigi vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Tillagan er unnin skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsbreytingin felur í sér þéttingu íbúðarbyggðar á deiliskipulagssvæðinu Stórhóll – Hjarðarholt á Húsavík sem afmarkast af Hjarðarhóli í norðri, Baughóli í austri, Þverholti í suðri og Garðarsbraut í vestri. Skipulagsbreytingin miðar að því að byggja megi allt að 65 nýjar íbúðir innan svæðisins í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Enn fremur er horft til þess að heimila allt að 10 nýjar íbúðir í þegar byggðum einbýlishúsum innan skipulagssvæðisins.

Vinnslutillaga þessi verður kynnt á opnu húsi á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 þann 7. október 2024 frá klukkan 13:00-15:00. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess að hanga uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík.

Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 18. október 2024. Tekið verður við ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 1178/2024 eða á netfangið nordurthing@nordurthing.is

Hér má sjá drög að breytinu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 - Íbúðarbyggð við Stórhól - Hjarðarholt

Húsavík 30. september 2024
Skipulagsfulltrúi Norðurþings