Kynning tillögu að svæðisskipulagi
Samvinnunefnd Aðaldælahrepps, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Skipulagsstofnunar um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum kynnti Þriðjudaginn 9. október s.l. tillögu sína að svæðisskipulagi fyrir háhitasvæði í Þingeyjarsýslum á almennum kynningarfundi að Breiðumýri. Frummælendur voru Gaukur Hjartarson, formaður nefndarinnar auk ráðgjafanna Þorkels Lindbergs Þórarinssonar, Jónu Bjarnadóttur og Árna Ólafssonar.
Skipulagstillagan var kynnt og síðan gafst tími til umræðna og fyrirspurna. Fundurinn var gagnlegur, þrátt fyrir heldur dræma mætingu. Skipulagstillagan er nú í kynningarferli skv. ákvæðum Skipulags- og byggingarlaga. Hún verður til sýnis á skrifstofum sveitarfélaganna fjögurra og á Skipulagsstofnun til 16. október. Ennfremur er hún aðgengileg rafrænt á heimasíðu ráðgjafa á „teikna.is". Athugasemdum við tillöguna skal komið skriflega til Gauks Hjartarsonar formanns nefndarinnar fyrir 30. október n.k.