Kynningarfundir um sáttmála UNESCO varðandi verndun menningarerfða
Sá fyrsti veðrur í Safnahúsinu á Húsavík 16. apríl kl. 20:00, síðan í Skjálftasetrinu á Kópaskeri föstudaginn 17. apríl, kl. 17:00 og loks í Deiglunni á Akureyri miðvikudaginn 29. apríl kl. 17:00
Kynningarnar eru í tengslum við verkefni sem Guðrún er að vinna fyrir menntamálaráðuneytið, sem er að greina þætti menningarerfða (óáþreyfanlegs menningararfs) sem finnast á Íslandi með því að safna upplýsingum um stofnanir, frjáls félagasamtök, hópa og jafnvel einstaklinga sem stunda/vinna með íslenskar menningarerfðir. Markmiðið með verkefninu er að afla nauðsynlegra upplýsinga til að innleiða sáttmála UNESCO um verndun menningaerfða frá árinu 2003 og uppfylla ákvæði hans.
Hugtakið "menningarerfðir" merkir "siðvenjur, framsetning, tjáningarform, þekking, færni – ásamt tækjum, hlutum, listmunum og menningarrýmum sem þeim tengjast – sem samfélög, hópar og, í sumum tilvikum, einstaklingar telja hluta af menningararfleifð sinni." [2. gr. sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða]
Allir sem áhuga hafa á menningarerfðum okkar Íslendinga eru hvattir til að mæta og láta í sér heyra.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún í síma 869-3398, netfang runa@thjodlist.is