Fara í efni

Kynningarfundir vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Norðurþings

Unnið er að endurskoðun á aðalskipulags Norðurþings og er vinnslutillaga nú í kynningu með athugasemdafresti til 9. febrúar n.k.
Hér með er boðað til kynningarfundar um vinnslutillöguna fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu og verða fundir eftirfarandi:

Húsavík: 21. janúar í sal Borgarhólsskóla kl 17:00

Raufarhöfn: 22. janúar í félagsheimilinu Hnitbjörg kl 17:00

Kópasker: 22. janúar í skólahúsnæðinu kl 20:00

Á fundinum á Húsavík verður einnig kynnt hugmynd að nýju verslunar- og þjónustusvæði í Aksturslág sunnan Húsavíkur auk þess sem vinnslutillögur að deiliskipulagi í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls/Hjarðarholts munu liggja frammi til kynningar.

Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins. Opið verður fyrir spurningar og umræður og íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að koma með ábendingar um endurskoðunina inni á www.skipulagsgatt.is.

Skipulagsfulltrúi Norðurþings