Kynningarfundir venga endurskoðunar á aðalskipulagi Norðurþings
Hafin er vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Norðurþings og er skipulags- og matslýsing nú í kynningu með athugasemdafresti til 28. september n.k. Hér með er boðað til kynningarfundar um skipulags- og matslýsinguna fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila í
sveitarfélaginu og verða fundir eftirfarandi:
- Fosshótel Húsavík í sal á neðri hæð, þriðjudaginn 5. september kl. 17:00
- Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn miðvikudaginn 6. september kl. 17:00
- Skólahúsinu á Kópaskeri miðvikudaginn 6.september kl: 20:00
Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér áherslur við endurskoðun aðalskipulagsins og vinnu sem stendur yfir um kortlagningu vega og landbúnaðarlands í sveitarfélaginu. Opið verður fyrir spurningar og umræður og íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að koma með ábendingar um endurskoðunina inni á www.skipulagsgatt.is.
Hægt verður að nálgast upptöku frá fundinum 5. september á vefsíðu Norðurþings www.nordurthing.is fljótlega eftir fund og þar má einnig finna slóð.
Skipulagsfulltrúi Norðurþings