Kynningarfundur um Græna Iðngarða og uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Boðað er til kynningarfundar þriðjudaginn 27. september nk. kl. 17:00 á Fosshótel Húsavík.
Flutt verða erindi af hálfu Norðurþings, Landsvirkjunar og Íslandsstofu.
Á fundinum verður kynnt vinna undanfarinna mánuði við samstarfsverkefni Íslandsstofu, Landsvirkjunar, Norðurþings og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða.
Meginmarkmið verkefnisins var að að rýna þau tækifæri sem grænir iðngarðar geta skapað til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til atvinnuuppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna sem þessara einfaldari og skilvirkari.
Í verkefninu var horft annars vegar til almennrar samkeppnishæfni Íslands fyrir græna iðngarða og hins vegar verður byggt á skilyrðum og aðstæðum á Bakka við Húsavík sem verkefnis til viðmiðunar af þessu tagi hér á landi
Kynntir verða punktar úr lokaskýrslu M/STUDIO Reykjavík og INNOV sem tóku saman þau tækifæri og áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðar á Bakka.
Fundurinn er öllum opinn og eru öll áhugasöm um hringrásarhagkerfi, jákvæða samfélagsþróun og framtíðaruppbyggingu svæðisins á Bakka eru hvött til að mæta.
Hér má sjá Facebook viðburð