Kynningarfundur um niðurstöður eftirlits og umhverfisvöktunar í PCC BakkaSilicon
03.06.2021
Tilkynningar
Í samræmi við ákvæði starfsleyfis kísilvers PCC BakkaSilicon, boðar Umhverfisstofnun til opins kynningarfundar um niðurstöður mengunareftirlits og umhverfisvöktunar þriðjudaginn 8. júní kl. 12:00.
Fundurinn verður í fjarfundarsniði þetta árið og streymt í gegnum Teams forritið. Hlekkur á fundinn er hér neðar en viðburðurinn er jafnframt auglýstur á Facebook.
Gögn sem kynnt verða á fundinum eru aðgengileg á vefsvæði PCC BakkaSilicon á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Dagskrá fundar
Fundarstjóri: Skúli Þórðarson
- Niðurstöður eftirlits 2020 - Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun
- Niðurstöður Umhverfissvöktunar 2020 - Eva Yngvadóttir frá Verkfræðistofunni Eflu.
Tengill á fundarboðið