Fara í efni

Kynningarfundur um polyolverksmiðju í dag

 Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boða til kynningarfundar um polyolverksmiðju  á Húsavík og verður hann haldinn á Fosshótel Húsavík í dag, þriðjudag, kl. 1700. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, mun flytja ávarp.

 Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boða til kynningarfundar um polyolverksmiðju  á Húsavík og verður hann haldinn á Fosshótel Húsavík í dag, þriðjudag, kl. 1700. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, mun flytja ávarp.

Kynningarfundur um polyolverksmiðju í dag

Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boða til kynningarfundar um polyolverksmiðju  á Húsavík og verður hann haldinn á Fosshótel Húsavík í dag, þriðjudag, kl. 1700. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, mun flytja ávarp. Úlfar Steindórsson kynnir polyolverkefnið og IGP, (Icelandic Green polyols). Ásmundur Ásmundsson og Teitur Gunnarsson munu kynna framvindu verkefnisins og stöðuna í dag. Tryggvi Finnsson mun gera grein fyrir staðarvalsúttekt á Húsavík fyrir orkufrekan iðnað og Hreinn Hjartarson, orkuveitustjóri, mun fjalla um stöðuna á Þeistareykjum og gufulögn til Húsavíkur. Fyrirspurnir verða leyfðar í lok kynningar frummælenda.