Fara í efni

Grein Unnar Aspar um læsisstefnu Grænuvalla

Unnur Ösp Guðmundsdóttir, leikskólakennari á Grænuvöllum, skrifar um læsisstefnu Grænuvalla, þróun hennar og hvernig unnið er með hana í leikskólanum. 

"Í læsi felst þekking og færni barna til að lesa í umhverfi sitt. Í læsi felst einnig leikni barna til að tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir. Læsi er mikilvægur þáttur fyrir hvern einstakling og stuðlar að lýðræði í samfélaginu.

Á Grænuvöllum vinnum við markvisst að því að auðga orðaforða barnanna og styðjumst til þess m.a. við Orðaforðalista Menntamálastofnunnar auk Orðaleiks – námsefnis fyrir leikskólabörn sem læra íslensku sem annað mál og er gefið út af Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Á öllum deildum eru orðaforðakassar með mismunandi þemum fyrir hvern mánuð og er unnið með þau á fjölbreyttan hátt í daglegu starfi. Á Grænuvöllum er umhverfið lestarhvetjandi.  Börn hafa auðveldan aðgang að fjölbreyttum skriffærum, pappír og bókum til að skoða og lesa."

Greinina má lesa í heild sinni hér.

Grein Unnar Aspar Guðmundsdóttur  hlaut viðurkenningu í samkeppni Samtaka áhugafólks um skólaþróun um ritun greina um frjótt og skapandi leikskólastarf til birtingar í Skólaþráðum.