Fara í efni

Landgræðsludagur og Landgræðsluverðlaun 2007

Landgræðsla ríkisins hefur um árabil veitt landgræðsluverðlaun til einstaklinga og/eða félaga fyrir störf þeirra að landgræðslumálum. Þau hafa verið afhent á svokölluðum landgræðsludegi landgræðslufélaganna, en þau eru nú 12 víðs vegar um landið.

Landgræðsla ríkisins hefur um árabil veitt landgræðsluverðlaun til einstaklinga og/eða félaga fyrir störf þeirra að landgræðslumálum. Þau hafa verið afhent á svokölluðum landgræðsludegi landgræðslufélaganna, en þau eru nú 12 víðs vegar um landið.

Að þessu sinni verður landgræðsludagurinn í boði Landgræðslufélags Öxarfjarðarhrepps og hefst dagskrá hans kl. 12:00, fimmtudaginn 9. ágúst n. k. með hádegisverði í Skúlagarði í Kelduhverfi og þar verður kynning á starfsemi Landgræðslufélags Öxfirðinga. Síðan verður farið í rútum með leiðsögn heimamanna um uppgræðslusvæði í Öxarfirði.Afhending landgræðsluverðlauna fyrir árið 2007 fer fram í Skúlagarði um kvöldið. Kvöldverður hefst þar kl. 19:00.