Landsbyggðin lifi - Stofnfundur
Þriðjudaginn 5. október verður haldinn stofnfundur samtakanna Landsbyggðin lifi.
Nýtt aðildarfélag að Landsbyggðinni lifi á Húsavík
Þriðjudagurinn 5. október 2004
Stofnfundur í Fundarsal stéttarfélaganna kl. 20:00
Landsbyggðin lifi, LBL, er samtök áhugafólks um velferð byggðanna svo og samfélagsins í heild.
Markmið LBL og aðildarfélaganna er að byggja á frumkvæði fólksins á svæðinu, þ.e. áhugasamir íbúar koma saman og ræða málin og velja þau verkefni sem varða velferð Húsvíkur og samstaða næst um að vinna að. Síðan er leitað leiða til að leysa þau á farsælan hátt á jafnræðisgrundvelli sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar.
Hér er um grasrótarhreyfingu fólks að ræða sem vill vinna að eflingu heimabyggðar sinnar, hvort sem um er að ræða atvinnu-, félags-, umhverfis- eða menningarmál, og annað það sem betur má fara á svæðinu.
Kynningarfundir um samtökin hafa þegar farið fram.
Landsbyggðin lifi hefur einnig það að markmiði að styðja við bakið á starfandi óháðum félagasamtökum og stuðla að starfsemi félaga og félagasamtaka við að auka fjölbreytileika og rétta hag hinna dreifðu byggða undir kjörorðinu:
Vertu með og eflum byggðarlagið
Hér er tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sína og sinna!
Á fundinn kemur Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, stjórnarmaður og stofnandi LBL.
Þormóður Ásvaldsson, Ökrum, formaður Framfarafélags Þingeyjarsveitar og fleiri menn úr þeim félagsskap, mæta einnig á fundinn.
Undirbúningsnefnd
Dagskrá stofnfundar
1. Fundur settur
2. Ný sýn í þróun byggða á Íslandi
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, fv formaður LBL
3. Orðið frjálst - Fyrirspurnir
4. Heiti félagsins?
5. Samþykktir lesnar og afgreiddar
6. Stjórnarkjör