Fara í efni

Laus staða leikskólastjóra í Norðurþingi - umsóknarfrestur til 25. mars

Norðurþing óskar eftir að ráða leikskólakennara við leikskólann Grænuvelli á Húsavík.  Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 25. mars 2013.

Starfssvið:

  • Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagi og rekstri
  • Fagleg forysta
  • Ráðningar og mannauðsstjórnun
  • Stuðla að framþróun í skólastarfi
  • Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • B.ed. í leikskólakennarafræðum
  • Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri æskileg
  • Stjórnunar og leiðtogahæfni
  • Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni og góð yfirsýn
  • Sjálfstæði í starfi og skipulögð vinnubrögð

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaganna og viðkomandi stéttarfélags.

Leikskólinn Grænuvellir var opnaður í september 2007 þegar tveir eldri leikskólar voru sameinaðir, leikskólinn Bestibær og leikskólinn í Bjarnahúsi.  Grænuvellir er sjö deilda leikskóli.  Áherslur í starfi Grænuvalla hafa verið markviss málörvun og hreyfing.  Einkunnarorð leikskólans eru virðing, vinátta og vellíðan.  gott samstarf er við Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur.

Umsjón með ráðningu hafa Þóra Pétursdóttir (thora@capacent.is) og Helga Jónsdóttir (helga@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.  Umsóknarfrestur er til og með 25. mars nk.  Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.  Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.