Fara í efni

Laus staða ráðgjafa í málefnum barna og fjölskyldna

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir ráðgjafa í málefnum barna- og fjölskyldna. Um er að ræða 100 % stöðu tímabundið til eins árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. september 2024.

Leitað er eftir einstaklingi með félagsráðgjafa-, uppeldis-, menntunar-, sálfræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi. Viðkomandi starfar í teymi er kemur að málefnum barna og fjölskyldna í samstarfi við skóla, leikskóla og heilsugæslu.

Menntun og hæfniskröfur

  • Starfsréttindi í viðkomandi fagi
  • Þekking og reynsla af félagsþjónustu æskileg
  • Hæfni til að starfa í teymi og hugsa í lausnum
  • Geta og vilji til samvinnu
  • Góð tölvukunnátta
  • Þekking á ONE-system kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Bílpróf

Viðkomandi starfar meðal annars eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, stjórnsýslulögum nr. 37/1993, lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og öðrum lögum er lúta að sviðinu.

Laun eru skv. kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Allt áhugasamt fólk er hvatt til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, fyrirspurnir skulu sendar á netfangið katrin@nordurthing.is og veitir hún nánari upplýsingar um starfið. Starfsferlisskrá og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfi skulu fylgja umsókninni. Að auki þarf að fylgja hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 11. ágúst 2024.