Fara í efni

Laus störf hjá Norðurþingi

Skólastjóra og kennara vantar að Grunnskóla Raufarhafnar. Við leitum að áhugasömu, bjartsýnu og jákvæðu réttindafólki. Skólastjóri þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum og lipurð í mannlegum samskiptum og hafa reynslu af kennslu og störfum með börnum og unglingum.  

Skólastjóra og kennara vantar að Grunnskóla Raufarhafnar.

Við leitum að áhugasömu, bjartsýnu og jákvæðu réttindafólki.

Skólastjóri þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum og lipurð í mannlegum samskiptum og hafa reynslu af kennslu og störfum með börnum og unglingum.

 

Kennarar þurfa að hafa áhuga á þróun skólastarfs og búa yfir góðum samskiptahæfileikum.

Meðal kennslugreina eru: Sérkennsla, kennsla yngri barna, íþróttir og sund, upplýsinga- og tæknimennt, heimilsifræði, hönnun og smíði, tónmennt, íslenska, danska og samfélagsgreinar.

Grunnskóli Raufarhafnar er einsetinn, heildstæður grunnskóli með um 40 nemendur. Áhersla er á öflugt foreldrasamstarf, fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti. Raufarhöfn er barnvænt bæjarfélag þar sem alla nauðsynlega þjónustu er að finna. Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri, Höskuldur Goði Karlsson í síma 465 1241, netfang godi@raufarhofn.is Umsóknarfrestur er til 7. maí 2007 Norðurþing er nýtt og öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.

Heimasíða Grunnskóla Raufarhafnar