Fara í efni

Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings

Eftirfarandi kennarastöður eru hér með auglýstar lausar til umsóknar við Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.

Öxarfjarðarskóli  -  er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 50 nemendur.  
http://grunnskoli.raufarhofn.is 
Við leitum eftir íþróttakennara  sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Um hlutastarf er að ræða.
Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.
Meðal kennslugreina eru: íþróttakennsla og almenn bekkjarkennsla á yngsta stigi. Þekking á Byrjendalæsi mikilvæg.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri.
Sími 4652246  e-mail  gudrunsk@nordurthing.is

Grunnskóli Raufarhafnar – er heildstæður samrekinn grunn- og leikskóli með 15 nemendur.  Skólinn nýtur mikils stuðnings samfélagsins og skólabragur er góður.
Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og fjölhæfum kennurunum. Annars vegar erum við að leita að íþróttakennara og list- og verkgreinakennara  í hlutastarf sem og  kennara í almenna bekkjarkennslu á yngsta stigi þar sem þekking á Byrjendalæsi er mikilvæg.
Upplýsingar um starfið veitir Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri.
Sími 4659870 e-mail  frida@raufarhofn.is

Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 27. maí 2013
 

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi
og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.