Fara í efni

Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings

Við bendum á að umsóknarfrestur hefur verið lengdur

 Öxarfjarðarskóli  -  er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með alls um 50 nemendur.  

Við leitum eftir íþróttakennara  sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. 

Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.

Meðal kennslugreina eru: íþróttakennsla og almenn bekkjarkennsla á yngsta stigi. Hæfnipróf í sundkennslu og þekking á Byrjendalæsi er mikilvægt.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri í síma 465-2246 og gudrunsk@nordurthing.is

 

Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 12 nemendur þar sem Uppbyggingarstefnan er höfð að leiðarljósi. Skólinn nýtur mikils stuðning frá samfélaginu og leggjum við áherlsu á samvinnu sem og jákvæðni.

Við leitum að áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum kennara í bekkjarkennslu á yngsta og miðstigi þar sem þekking á Byrjendalæsi er mikilvæg.

 

Einnig leitum við að leikskólakennara. Viðkomandi þarf að vera barngóður, sveiganlegur og íslenskumælandi. Um hlutastarf er að ræða með möguleika á afleysingum.

 

Frekari upplýsingar veitir Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri í síma 464-9870 og frida@raufarhofn.is

Umsóknarfrestur er til 26. maí 2015

 

 

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi
og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.