Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings:
Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings:
Öxarfjarðarskóli er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 40 nemendur.
Við leitum eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður:
-
Íslenskukennari á unglingastigi sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Meðal kennslugreina eru: íslenska og almenn bekkjarkennsla.
-
Íþróttakennari í 50% stöðu.
-
Leikskólakennari við aðra leikskóladeild skólans. Þarf að hafa gott vald á íslensku.
-
Skólaliða í tvær stöður önnur 100% hin 80%.
Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda. Öxarfjarðarskóli er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri. Sími 465 2246 og 892 5226 Tölvupóstur: gudrunsk@oxarfjardarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2019 - framlengdur umsóknarfrestur.
Grunnskóli Raufarhafnar er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 15 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu, sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn er í samvinnu við Rif rannsóknarstöð þar sem unnið er að ýmsum verkefnum tengdum náttúrunni.
Við leitum að áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum kennurum í bekkjarkennslu, íþróttakennslu og list- og verkgreinakennslu.
-
Bekkjarkennsla yngra stig, samkennsla 1.-4. bekkur. Þekking á Byrjendalæsi er mikilvæg
-
Bekkjarkennsla eldra stig, samkennsla 8.-10. bekkur.
-
Íþróttakennsla, allir árgangar
-
List- og verkgreinakennsla, allir árgangar
Einnig leitum við að leikskólakennara. Viðkomandi þarf að vera barngóður, sveigjanlegur og tala góða íslensku. Þekking á leikskólastarfi er æskileg.
Frekari upplýsingar veitir Magnús Matthíasson skólastjóri
sími: 464-9870 og 691-2254.
Tölvupóstur: magnus.matthiasson@raufarhafnarskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2019
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.