Fara í efni

Lausar skólastjóra- og kennarastöður

Norðurþing auglýsir lausar stöður skólastjóra- og kennara við grunnskóla Norðurþings. Við Öxarfjarðarskóla eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara og leikskólakennara.  Einnig er laus staða skólastjóra við skólann. Við Grunnskóla Raufarhafnar eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara, leikskólakennara auk kennslu í tónmennt og listgreinum. Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 24. apríl 2009. Sjá nánar hér að neðan.

Norðurþing auglýsir lausar stöður skólastjóra- og kennara við grunnskóla Norðurþings.

Við Öxarfjarðarskóla eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara og leikskólakennara.  Einnig er laus staða skólastjóra við skólann.

Við Grunnskóla Raufarhafnar eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara, leikskólakennara auk kennslu í tónmennt og listgreinum.

Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 24. apríl 2009.

Sjá nánar hér að neðan.

Öxarfjarðarskóli - er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 70 nemendur.

http://oxarfjardarskoli.nordurthing.is

Við leitum eftir vel menntuðum kennurum; íþróttakennara, almennum kennara og leikskólakennara sem vilja taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans.

Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.

Meðal kennslugreina eru: Íþróttakennsla og almenn bekkjarkennsla.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri. Sími 465 2246, e-mail gudrunsk@nordurthing.is

Laus er staða skólastjóra við Öxarfjarðarskóla. Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Aðalgeirsson grunnskólafulltrúi í síma: 464 6100 eða á netfanginu sigurdura@nordurthing.is

Grunnskóli Raufarhafnar - verður heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með rúmlega 40 nemendur.

Við leitum eftir metnaðarfullum kennurum til að styrkja enn frekar góðan hóp starfsfólks fyrir næsta skólaár.

Meðal kennslugreina eru: Íþróttakennsla, kennsla í tónmennt og listgreinum, almenn bekkjarkennsla og leikskólakennsla.

Við stöndum að markvissri uppbyggingu skólastarfsins og leggjum áherslu á að koma til móts við einstaklingsþarfir nemenda okkar. Við höfum gengið til liðs við verkefnið „skólar á grænni grein" og vinnum að því að fá Grænfánann. Einnig erum við að taka fyrstu skrefin í innleiðingarferli Uppbyggingarstefnunnar (uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga).

Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu Dögg Stefánsdóttur skólastjóra í síma 695 7117 eða á netfangið johanna@raufarhofn.is

Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 24. apríl 2009.

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru.