Fara í efni

Laust starf á Leikskólanum Grænuvöllum

Leikskólakennarar óskast við leikskólann Grænuvelli á Húsavík

Metnaðarfullir leikskólakennarar óskast til starfa í leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Leikskólinn er 8 deilda fyrir 1-6 ára nemendur. Í leikskólanum er starfað eftir lögum um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla og námskrá Grænuvalla. Starfið byggir á uppeldisstefnu Jane Nelsen um jákvæðan aga. Við leggjum einnig áherslu á frjálsan leik, snemmtæka íhlutun, markvissa málörvun og útikennslu. Einkunnarorð leikskólans eru virðing, vinátta, vellíðan.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun
  • Hreint sakavottorð
  • Færni í samskiptum 
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
  • Góð íslenskukunnátta 

Allar umsóknir verða skoðaðar.

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða tvær 100% stöður. Karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 8 febrúar og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir í síma 464-6160/464-6157 eða með því að senda fyrirspurn á siggavaldis@graenuvellir.is