Fara í efni

Laust starf atvinnu- og samfélagsfulltrúi

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir atvinnu- og samfélagsfulltrúa í Öxarfjarðarhérað. Um 50% ótímabundið starf er að ræða. Starfið er til áframhaldandi eflingar atvinnulífs og samfélags í Öxarfjarðarhéraði. Markmið starfsins felast í því að styrkja tengsl stjórnsýslu Norðurþings við samfélagið í Öxarfjarðarhéraði sem og að ýta undir fleiri atvinnutækifæri innan svæðisins í samstarfi við hagsmunahafa í sveitarfélaginu. Starfstöð viðkomandi starfsmanns er í Öxi á Kópaskeri. Vinnutími er bundinn við opnunartíma skrifstofunnar á Kópaskeri en sveigjanlegur að öðru leyti þar sem starfið getur kallað á fundarsetu utan hefðbundins vinnutíma.

Helstu verkefni:

  • Stuðla að bættri þjónustu og öflugri innviðum innan svæðisins með nánu samstarfi við aðra starfsmenn sveitarfélagsins
  • Styrkja tengsl stjórnsýslu Norðurþings við Öxarfjarðarhérað
  • Ýta undir fleiri atvinnutækifæri innan svæðsins í samstarfi við hagsmunahafa í sveitararfélaginu
  • Vinna að verkefnum sem ætla má að bæti mannlíf og lifandi menningarlíf á svæðinu
  • Styðja við atvinnustarfsemi, uppbyggingu og atvinnuþróun á svæðinu
  • Umsjón með Öxi, skrifstofu sveitarfélagsins á Kópaskeri

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun er kostur
  • Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af áætlunargerð og umsóknarskrifum
  • Reynsla af ráðgjöf, gerð rekstraráætlana og kostnaðarmats
  • Góð almenn rit- og tölvufærni
  • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélag viðkomandi.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Umsóknar frestur er til og með 1. mars nk. – umsóknir sendist á jona@nordurthing.is

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Frekari upplýsingar veitir Berglind Jóna Þorláksdóttir, stjórnsýslustjóri Norðurþings í síma 464-6100 – jona@nordurthing.is