Laust starf deildarstjóra þjónustu frístund barna og unglinga - framlengdur frestur
Sveitarfélagið Norðurþing og Borgarhólsskóli auglýsa laust til umsóknar starf deildarstjóra þjónustu frístundar barna og unglinga á Húsavík. Um er að ræða starf sem er á tveimur sviðum sveitarfélagsins, fræðslusviði og íþrótta- og tómstundasviði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2024. Aðal starfsstöð starfsins er í Borgarhólsskóla og húsnæði félagsmiðstöðvar en fyrirhuguð er bygging nýs húsnæðis sem hýsa mun frístund og félagsmiðstöð á skólalóð Borgarhólsskóla á Húsavík sem verður framtíðarstarfsstöð starfsins.
Starfslýsing deildarstjóra þjónustu frístund barna og unglinga
Starfsmaður ber ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri frístundaheimilis/félagsmiðstöðvar og skipuleggur frístunda- og félagsstarf barna í samvinnu við sitt starfsfólk. Starfsmaður tekur jafnframt þátt í stefnumótun er varðar málaflokkinn hjá sveitarfélaginu og mun taka þátt í þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er. Starfsmaður sinnir starfi forstöðuaðila en starfar einnig með börnunum beint eftir þörfum. Starfsmaður hefur mannaforráð sem felur m.a. í sér ráðningarvald.
Starfsmaður heldur utan um og sér um skil á vinnutímum starfsfólks til launadeildar. Starfsmaður hefur umsjón með gerð starfsdagatals og starfsáætlunar fyrir hvert skólaár og skilar til fjölskylduráðs Norðurþings. Starfsmaður ber ábyrgð á fjármálum frístundar og tekur þátt í fjárhagsáætlunargerð.
Starfsmaður sinnir einnig öðrum verkum sem næstu yfirmenn kunna að fela honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun á sivði uppeldis- tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun er mikill kostur.
- Hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakavottorð
- Hafa gott vald á íslensku í máli og riti
- Hafa áhuga á að vinna með börnum
- Geta unnið vel með öðrum
- Vera lipur og jákvæður í mannlegum samskiptum
- Hafa frumkvæði og geta verið sveigjanlegur í starfi
- Reynsla af starfi með börnum/ungmönnum er æskileg
- Reynsla af stjórnun æskileg
- Reynsla af fjármálum og fjárhagsáætlanagerð
Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2024
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað á vef Norðurþings – Umsókn um starf | Norðurþing (nordurthing.is)
Frekari upplýsingar veitir Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6106 – hafrun@nordurthing.is
og Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla í síma 464-6140 – threyk@borgarholsskoli.is