Fara í efni

Leigusamningur milli Eignarsjóðs og Norðurþings

Frá og með 1. janúar 2010 hefur sveitarfélagið Norðurþing/Eignasjóður ákveðið að leggja fram leigusamning vegna umsýslu með  fasteignum sveitarfélagsins. Félagið er eignarhalds- og rekstrarfélag sem er í eigu Norðurþings og heyrir undir Framkvæmda-og þjónusturáð Norðurþings. Starfsmaður Eignasjóðs er einn og hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Hefur hann nána samvinnu við forstöðumenn, húsverði og starfsmenn þjónustuvera.

Frá og með 1. janúar 2010 hefur sveitarfélagið Norðurþing/Eignasjóður ákveðið að leggja fram leigusamning vegna umsýslu með  fasteignum sveitarfélagsins.

Félagið er eignarhalds- og rekstrarfélag sem er í eigu Norðurþings og heyrir undir Framkvæmda-og þjónusturáð Norðurþings. Starfsmaður Eignasjóðs er einn og hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Hefur hann nána samvinnu við forstöðumenn, húsverði og starfsmenn þjónustuvera.

Tilgangurinn með þessari breytingu er að gera raunkostnað við rekstur húsnæðisins sýnilegan, skýra línur milli Eignasjóðs og stofnanna og aðskilja hann frá öðrum rekstri. Eignasjóður Norðurþings leigir út fasteignir til stofnana og innheimtir leigu, þannig að sá sem notar húsnæðið borgar fyrir afnot af því. Leigugjaldið sem notendur greiða á að standa undir rekstri eignanna og sýna raunkostnað við fjárfestinguna til lengri tíma litið.

Hér má sjá leigusamninginn í heild sinni