Fara í efni

Leikskólakennarar óskast

Leikskólinn Grænuvellir auglýsir eftir kennurum með leyfisbréf til kennslu og öðru starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða reynslu.
Störfin henta hvaða kyni sem er.
 
Um er að ræða tvær 100% deildarstjórastöður og fjórar 100% stöður inni á deildum og í afleysingar.  Auk þess þrjár 28% stöður með vinnutímann 14:00-16:15.
 
Leikskólinn Grænuvellir er átta deilda leikskóli með um 150 börn. Uppeldisstefna leikskólans er Jákvæður agi. Aðrar áherslur eru m.a læsi, snemmtæk íhlutun, útkennsla og leikur.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara 
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum ungra barna æskileg
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og reglusemi
  • Hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta
 
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf á tímabilinu 16. ágúst til 1. september. Þeir sem hafa eldri umsóknir og hafa áhuga á að sækja um eru beiðnir um að endurnýja umsóknir og senda á netfang leikskólastjóra.
 
Umsóknum er skilað í tölvupósti á netfangið siggavaldis@graenuvellir.is.  Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2021.
Allar frekari upplýsingar veitir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri í síma 464-6157 eða á netfangið siggavaldis@graenuvellir.is Vefur leikskólans er graenuvellir.karellen.is