Fara í efni

Leikskólastarfsmenn ljúka stjórnunarnámi

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri og Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólakennari hafa nýverið lokið stjórnunarnámi sem kallast "Árangur í starfi" hjá Reyni ráðgjafarstofu. Í náminu var farið í ýmis hagnýt fræði er varða tímastjórnun, markmiðasetningu og áætlunargerð, að auka framleiðni með forgangsröðun og ýmislegt fleira er varðar stjórnun.

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri og Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólakennari hafa nýverið lokið stjórnunarnámi sem kallast "Árangur í starfi" hjá Reyni ráðgjafarstofu.

Í náminu var farið í ýmis hagnýt fræði er varða tímastjórnun, markmiðasetningu og áætlunargerð, að auka framleiðni með forgangsröðun og ýmislegt fleira er varðar stjórnun.

Þær hafa einnig báðar lokið Persónulegri stjórnun en í henni er lögð áhersla á að virkja þann hæfileika að vera eigin leiðtogi og taka stjórnina í eigin lífi.

Þessi tvö námskeið eru hluti af heildarþjálfun stjórnenda, LMI Leadership management Iceland.

Þjálfari þeirra á námskeiðunum var Halldór Sig. Guðmundsson félagsráðgjafi.