Fara í efni

Leikskólinn Grænuvellir opnaður

Leikskólinn Grænuvellir var opnaður við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. september. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri stýrði samkomunni og ávarpaði gesti. Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri opnaði leikskólann formlega með dyggri aðstoð elstu nemenda skólans. Að opnun lokinni blessaði séra Sighvatur Karlsson leikskólann, nemendur hans, starfsfólk og þá starfsemi sem þar fer fram.Leikskólinn Grænuvellir var opnaður við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. september. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri stýrði samkomunni og ávarpaði gesti. Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri opnaði leikskólann formlega með dyggri aðstoð elstu nemenda skólans. Að opnun lokinni blessaði séra Sighvatur Karlsson leikskólann, nemendur hans, starfsfólk og þá starfsemi sem þar fer fram.Í ávörpum leikskólastjóra og sveitarstjóra kom fram þakklæti til starfsfólks leikskólans, nemenda og foreldra þeirra fyrir þolgæði og jákvæðni á tímum byggingar og breytinga. Á meðan að byggt var við gamla Bestabæ og húsnæðinu breytt var haldið fullri starfsemi í leikskólanum og má það kallast þrekvirki. Með tilkomu nýs og endurnýjaðs húsnæðis er öll starfsaðstaða nemenda og starfsmanna leikskólans til fyrirmyndar og með því besta sem gerist. Á Grænuvöllum eru nú um 130 nemendur og rúmlega 40 starfsmenn all margir í hlutastarfi.