Fara í efni

Lífshlaupið 2022. Við hvetjum alla til að taka þátt!

Nú er Lífshlaupið að hefjast og eins og áður þá tökum við í Norðurþingi þátt!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.
Norðurþing er heilsueflandi samfélag og hvetjum við því alla til að taka þátt í að huga að sinni daglegu hreyfingu.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. 
Það má skrá niður alla hreyfingu sem nær að minnsta kosti 30 mínútum á dag hjá fullorðnum og 60 mínútum hjá börnum og unglingum, þannig má skipta upp tímanum í nokkur tímabil yfir daginn t.d. 10-15 mín í senn.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga vel að bæði andlegri og líkamlegri heilsu.
Hugum að heilsunni og verum dugleg að hreyfa okkur reglulega, munum að allt telur!


Frekari upplýsingar eru að sjá á www.lifshlaupid.is