Fara í efni

Lífshlaupið - fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fræðslu- og hvatningarverkefninu Lífshlaupinu sem verður ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar.   Um 7700 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári.  Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins http://www.lifshlaupid.is/ .  

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fræðslu- og hvatningarverkefninu Lífshlaupinu sem verður ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar.  

Um 7700 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári.  Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins http://www.lifshlaupid.is/ .  

Á vefsíðunni gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:

Vinnustaðakeppni frá 4. - 24. febrúar, fyrir 16 ára og eldri

Hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 4. - 24. febrúar, fyrir 15 ára og yngri

Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið

Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu.  Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.