List fyrir alla
List fyrir alla er nýtt listverkefni á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytisins
List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.
Stefnt er að því að yfir tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Nemendur kynnist fjölbreytileika listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.
Á þennan hátt er menningarframboð aukið enn frekar og stuðlað að samstarfi listamanna og listhópa með börnum og ungmennum landsins þar sem gæði og fagmennska eru höfð að leiðarljósi.
Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er. Listviðburðirnir skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.
Frekari upplýsingar má finna á www.listfyriralla.is