Lista- og menningarsjóður
10.09.2024
Tilkynningar
Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki í lista- og menningarsjóð.
Lista- og menningarsjóður Norðurþings var stofnaður af bæjarstjórn Húsavíkur á 40 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar.
Hlutverk sjóðsins er að efla lista- og menningarviðburði af ýmsu tagi í Norðurþingi.
Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum.
Hér má sjá skipulagsskrá sjóðsins og hér má kynna sér reglur um úthlutun styrkja
Úthlutun úr sjóðnum fer fram á reglulegum fundum fjölskylduráðs.
Allar nánari upplýsingar veitir Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
nele@nordurthing.is eða í síma 464 - 6100
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt eyðublað - það má finna hér