Listahátíð barna 2006
Listahátíð yngri barna á Húsavík var haldin í þriðja sinn um helgina og var mikið um dýrðir. Listamenn á aldrinum 5 til 10 ára sýndu afrakstur vetrarstarfsins. Vegleg dagskrá var í boði allan laugardaginn og sýning á hugverkum barnana í bókasafninu. Myndlistasýning í sýningarsal Safnahússins var opin laugardag og sunnudag. Mikið fjölmenni sótti sannkallaða skrautsýningu í íþróttahöllinni og tónleikar 3. og 4. bekkjar í Safnahúsinu síðdegis voru vel sóttir.
Listahátíð yngri barna á Húsavík var haldin í þriðja sinn um helgina og var mikið um dýrðir. Listamenn á aldrinum 5 til 10 ára sýndu afrakstur vetrarstarfsins. Vegleg dagskrá var í boði allan laugardaginn og sýning á hugverkum barnana í bókasafninu. Myndlistasýning í sýningarsal Safnahússins var opin laugardag og sunnudag. Mikið fjölmenni sótti sannkallaða skrautsýningu í íþróttahöllinni og tónleikar 3. og 4. bekkjar í Safnahúsinu síðdegis voru vel sóttir. Hátíðarstemning ríkti í bænum og ekki spillti eindæma veðurblíða fyrir. Allir aðstandendur hátíðarinnar, ekki síst börnin og þeir kraftmiklu kennarar og starfsmenn skólanna sem leiðbeina í skapandi starfi eiga þakkir skyldar fyrir veglega hátíð.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af sýningunni í íþróttahöllinni.