Fara í efni

Listahátíð yngri barna á Húsavík

Helgina 20. - 21. mars verður haldin Listahátíð yngri barna í Húsavíkurbæ. Fjölbreytt dagskrá verður báða dagana, en þema hátíðarinnar en umhverfið okkar. Hátíðin fer fram í sal Safnahússins á Húsavík og í sal Borgarhólsskóla og hefst kl: 13:00 á laugardag.

Helgina 20. - 21. mars verður haldin Listahátíð yngri barna í Húsavíkurbæ. Fjölbreytt dagskrá verður báða dagana, en þema hátíðarinnar en umhverfið okkar.
Hátíðin fer fram í sal Safnahússins á Húsavík og í sal Borgarhólsskóla og hefst kl: 13:00 á laugardag.

Helgina 20. - 21. mars verður haldin Listahátíð yngri barna í Húsavíkurbæ. Fjölbreytt dagskrá verður báða dagana, en þema hátíðarinnar en umhverfið okkar.
Hátíðin fer fram í sal Safnahússins á Húsavík og í sal Borgarhólsskóla hefst kl: 13:00 á laugardag.


Dagskrá.

Laugardagur 20. mars.
Safnahúsið á Húsavík:

 Kl. 13:00 Setning
Ávarp bæjarstjóra

Skuggaleikhús frá leikskólanum í Bjarnahúsi.

Kl. 13:00 til 17:00 Sýning á mynd- og hugverkum barna í sal Safnahússins og á Bókasafninu.

Salur Borgarhólsskóla:
Kl. 14:00 Tónleikar  -Leikskólabörn og 1.-2. bekkur úr Borgarhólsskóla.

Kl. 16:00 Tónleikar – 3. og 4. bekkur ásamt barnakór Borgarhólsskóla.

Kaffisala verður á Stjörnu kl. 15:00 til 16:00.

Sunnudagur 21.mars
Safnahúsið:

Kl. 13:00 til kl. 17:00 Sýning á mynd- og hugverkum barna í sal Safnahússins og á Bókasafninu.

Upplestur barna, úr 3.og 4. bekk Borgarhólsskóla verður á Bókasafninu á heila tímanum kl.14:00,15:00 og 16:00
Tónlistaratriði í myndlistarsal Safnahússins verða á hálfa tímanum eða kl.14:30, 15:30 og 16:30.

Þema sýningarinnar er umhverfið okkar.

Leikskólinn í Bjarnahúsi fjallar um fjöruna og það sem lifir fyrir neðan bakkann.

Þau hafa einnig æft skuggaleikshús við þuluna “Öll börn sofa.”

Leikskólinn Bestibær  fjallar um gróður og umhverfið umhverfis Húsavík, skrúðgarðinn og sitt hvað fleira.

Borgarhólsskóli:

1.bekkur verður með myndbandssýningu þar sem nemendur lesa upp ljóð og sögur eða fara með þulur.

2.bekkur hefur unnið verkefni um landnám Húsavíkur. Í smíðum hafa þau smíðað skip og í myndmennt og textílmenn hafa þau unnið veggmyndir þar sem lesa má landnámssögu okkar Húsvíkinga.

3.bekkur vinnur verkefni um minnismerki og hafa þau myndað minnismerki bæjarins og vinna verkefni út frá þeim.

4.bekkur er í landbúnaðarverkefnavinnu og þau hafa teiknað íslensk dýr, unnið myndir af þeim í ull og einnig búa þau til dýr úr leir.

Í samvinnu við smíðakennara og tölvukennara verða gerðar tölvumyndir af verkum nemenda og útbúin sýning af nemendum við störf. Myndbandið verður látið ganga sýningarhelgina.

Á Bókasafninu verður hægt að lesa sögur og ljóð eftir nemendur um Húsavík og fleira.

Skipulagningu og undirbúning annast:

Aðalbjörg Friðbjarnardóttir, Leikskólanum Bestabæ, Anna Birna Einarsdóttir, Borgarhólsskóla, Eyrún Tryggvadóttir, Bókasafninu Húsavík, Guðrún Eiríksdóttir, Leikskólanum í Bjarnahúsi og Hólmfríður Benediktsdóttir, Tónlistarskóla Húsavíkur.  Erla Sigurðardóttir, Fræðslufulltrúi starfar með hópnum.