Fara í efni

Listahátíð yngri barna á Húsavík tókst mjög vel

Aðsókn að sýningum og viðburðum Listahátíðar yngri barna á Húsavík fór fram úr björtustu vonum. Samanlagt mun nálægt 1000 manns hafa sótt hátíðina. Samstarf skólanna við Safnahúsið og bókasafnið tókst sérstaklega vel og þeim til sóma er stýrðu því verki.

Aðsókn að sýningum og viðburðum Listahátíðar yngri barna á Húsavík fór fram úr björtustu vonum. Samanlagt mun nálægt 1000 manns hafa sótt hátíðina. Samstarf skólanna við Safnahúsið og bókasafnið tókst sérstaklega vel og þeim til sóma er stýrðu því verki.


Aðsókn að sýningum og viðburðum Listahátíðar yngri barna á Húsavík fór fram úr björtustu vonum. Samanlagt mun nálægt 1000 manns hafa sótt hátíðina. Samstarf skólanna við Safnahúsið og bókasafnið tókst sérstaklega vel og þeim til sóma er stýrðu því verki.
Listahátíð yngri barna helgina 20. til 21. mars var öllum sem að henni komu til mikils sóma. Báða dagana var stöðugur straumur fólks í Safnahúsið og á bókasafnið og aðsókn að tónleikunum í Borgarhólsskóla á laugardag var frábær. Í Safnahúsið og bókasafnið komu um 300 manns á laugardaginn ogn 200 manns á sunnudag. Gestir á tónleika í sal Borgarhólsskóla voru um 350 (um 200 á skemmtun leikskólabarnanna og 1. og 2. bekkjar kl. 14:00, um 150 á skemmtun 3. og 4. bekkjar kl. 16:00). Tónleikar og skemmtun öll tókst vel og ánægjulegt að sjá og heyra söng um 100 barna á aldrinum 4 til 8 ára á glæsilegri skrautsýningu, ekki er síður aðdáunarvert að fylgjast með einbeitni og góðri frammistöðu ungra einleikara og lítilla hljómsveita.

Hér var verið að sýna afrakstur af því starfi sem unnið hefur verið í skólunum í vetur. Það var lagt upp með þessa hátíð sem uppskeruhátíð og hún átti ekki að stjórna starfinu heldur stjórnast af því, þ.e. þarna var verið að sýna það sem almennt er verið að vinna, hvort sem til stendur hátíð eða ekki. Við getum verið stolt af skólunum okkar og því mikla menningarstarfi sem þar er unnið alla daga, það er sérstaklega ánægjulegt að geta veitt bæjarbúum hlutdeild í því.