Listamaður Norðurþings - opið fyrir umsóknir
Fjölskylduráð Norðurþings auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Norðurþingi og vilja hljóta nafnbótina Listamaður Norðurþings 2025.
Nafnbótinni Listamaður Norðurþings fylgir starfsstyrkur að upphæð 500.000 kr.
Listamaður Norðurþings skal vera reiðubúinn að vinna með menningarfulltrúa sveitarfélagsins að því að efla áhuga á list og listsköpun í sveitarfélaginu og taka þátt í viðburðum samfélagsins með það að leiðarljósi.
Reglur um Listamann Norðurþings má finna á vef Norðurþings - www.nordurthing.is
Umsóknum skal skilað 18. maí n.k. á rafrænu eyðublaði á vef Norðurþings
Helstu upplýsingar veitir Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi og hægt er að hafa
samband með tölvupósti á netfangið nele@nordurthing.is eða í síma 464-6100
Listamaður Norðurþings skal vera reiðubúinn að vinna með menningarfulltrúa sveitarfélagsins að
því að efla áhuga á list og listsköpun í sveitarfélaginu og taka þátt í viðburðum samfélagsins með það að leiðarljósi.
Hér má finna eyðublað til að sækja um nafnbótina Listamaður Norðurþings