Ljósin tendruð á jólatréinu á Húsavík
29.11.2007
Tilkynningar
Tendrað verður á ljósunum á jólatréinu á Húsavík, laugardaginn 1. desember og hefst dagskráin kl. 16:00.
Lúðrasveit Borgarhólsskóla flytjur jólalög, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings flytur ávarp og
skólakórinn syngur jólalög við undirleik Lisu McMaster. Þá mun séra Sighvatur Karlsson flytja hugvekju og að
sjálfsögðu mæta jólasveinar úr Dimmuborgum á staðinn með óvæntan glaðning. Á meðan á dagskránni
stendur munu félagar úr Soroptimistaklúbbnum verða með kleinur og kakó til sölu.
Það er sunddeild Völsungs sem stendur að dagskránni.
Tendrað verður á ljósunum á jólatréinu á Húsavík, laugardaginn 1. desember og hefst dagskráin kl. 16:00.
Lúðrasveit Borgarhólsskóla flytjur jólalög, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings flytur ávarp og skólakórinn syngur jólalög við undirleik Lisu McMaster. Þá mun séra Sighvatur Karlsson flytja hugvekju og að sjálfsögðu mæta jólasveinar úr Dimmuborgum á staðinn með óvæntan glaðning. Á meðan á dagskránni stendur munu félagar úr Soroptimistaklúbbnum verða með kleinur og kakó til sölu.
Það er sunddeild Völsungs sem stendur að dagskránni.