Ljósin tendruð á jólatrénu á Húsavík
26.11.2021
Tilkynningar
Jólaljósin voru tendruð á jólatrénu á Húsavík í dag.
Vegna samkomutakmarkanna var ekki hægt að halda hefðbundinn viðburð í kringum tendrunina. Þess í stað voru ljósin kveikt í tvígang fyrir yngstu íbúa Húsavíkur; annars vegar fyrir annan og þriðja bekk í Borgarhólsskóla og hins vegar fyrir fyrsta bekk Borgarhólsskóla og leikskólabörn á Grænuvöllum.
Hjálmar Bogi, Rafnar Máni og Arnþór spiluðu og sungu nokkur jólalög og börnin tóku vel undir. Skyrgámur, Stekkjastaur og Giljagaur komu færandi hendi ofan af fjöllum og vöktu mikla lukku.
RÚV var á staðnum og viljum við hvetjum ykkur til að kíkja á kvöldfréttirnar til að upplifa brot af gleðinni sem var alltumlykjandi á svæðinu í morgun.