Fara í efni

Lóðaframkvæmdir við Borgarhólsskóla

Nú standa yfir framkvæmdir á lóð Borgarhólsskóla. Áformað er að koma upp tveimur sparkvöllum norðan við skólann. Vellirnir eru svokallaðir battavellir svipaðir og á myndinni sem fylgir með þessari frétt. Meðfylgjandi mynd sýnir starfsmenn Norðurvíkur við vinnu sína.

Nú standa yfir framkvæmdir á lóð Borgarhólsskóla. Áformað er að koma upp tveimur sparkvöllum norðan við skólann. Vellirnir eru svokallaðir battavellir svipaðir og á myndinni sem fylgir með þessari frétt.

Meðfylgjandi mynd sýnir starfsmenn Norðurvíkur við vinnu sína.

Nú standa yfir framkvæmdir á lóð Borgarhólsskóla. Áformað er að koma upp tveimur sparkvöllum norðan við skólann. Vellirnir eru svokallaðir battavellir svipaður og á myndinni sem fylgir með þessari frétt. Vellirnir eru tveir eins og fyrr segir og verða með gervigrasi sem Knattspyrnusamband Íslands leggur til, sem hluta af útbreiðsluátaki sínu. Víða um land hafa vellir af þessu tagi verið gerðir með styrk KSÍ.
Undir völlunum og næsta nágrenni eru snjóbræðslulagnir þannig að þeir ættu að nýtast vel yfir veturinn. Jafnframt verður sett flóðlýsing á vellina.