Lokað í dag vegna kynnisferðar starfsfólks
Í dag eru starfsmenn í stjórnsýslu, forstöðumenn stofnana og kjörnir fulltrúar í sveitarfélögunum fjórum sem munu sameinast í vor í kynnisferð um nýja sveitarfélagið.
Ferðin hófst kl.8.00 í morgun á Húsavík þar sem fulltrúar frá Húsavíkurbæ lögðu af stað áleiðis austur. Ferðinni var heitið til Raufarhafnar þar sem formleg heimsókn hófst kl. 10.00.
Í dag eru starfsmenn í stjórnsýslu, forstöðumenn stofnana og kjörnir fulltrúar í sveitarfélögunum fjórum sem munu sameinast í vor í kynnisferð um nýja sveitarfélagið.
Ferðin hófst kl.8.00 í morgun á Húsavík þar sem fulltrúar frá Húsavíkurbæ lögðu af stað áleiðis austur. Ferðinni var heitið til Raufarhafnar þar sem formleg heimsókn hófst kl. 10.00.
Á leiðinni voru teknir upp fulltrúar Keldhverfunga og Öxfirðinga en fulltrúar frá Raufarhöfn hittu hópinn þar.
Helstu stofnanir og byggingar á hverjum stað verða skoðaðar í dag. Gert er ráð fyrir að ferðalagið standi í allan dag, og stofnanir og fyrirtæki Húsavíkurbæjar verði heimsótt síðdegis.
Skrifstofur Húsavíkurbæjar eru því lokaðar í dag.