Fara í efni

Mærudagar: Uppfærð dagsetning!

Mærudagar 2025 munu fara fram á hefðbundunum tíma eða síðustu helgina í júlí (25. – 27.07.2025.)

Á 208. fundi fjölskylduráðs 4. febrúar 2025 var ákveðið að Mærudagahátíðin verði færð aftur á helgina 25. - 27. júlí 2025 í ljósi nýrra upplýsinga frá Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur, verkefnastjóra Mærudaga, að hvorki tívolí né matarvagnar yrðu tiltækir á áður samþykktri helgi í ágúst. Tekjur af þessum liðum eru forsenda þess að halda hátíðina í þeirri mynd sem hún hefur verið.

Jafnframt sýndu niðurstöður könnunar sem kynnt var á íbúafundi 2023 að íbúar töldu tívolí og bryggjutónleika vinsælustu liði hátíðarinnar.

Hér má sjá fundasögu málsins

Sjáumst á mærudögum!