Fara í efni

Mærufundur

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn opinn fundur um Mærudaga 2008. Fundurinn var ágætlega sóttur og komu ýmsar hugmyndir fram. Fundurinn var haldinn m.a. til að opna fyrir allar þær hugmyndir sem fólk hefur til að gera þessa daga eins skemmtilega og kostur er. En undirbúningur að Mærudögum er í fullum gangi og þessi fundur aðeins liður í því að skipuleggja þessa hátíð.

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn opinn fundur um Mærudaga 2008. Fundurinn var ágætlega sóttur og komu ýmsar hugmyndir fram. Fundurinn var haldinn m.a. til að opna fyrir allar þær hugmyndir sem fólk hefur til að gera þessa daga eins skemmtilega og kostur er. En undirbúningur að Mærudögum er í fullum gangi og þessi fundur aðeins liður í því að skipuleggja þessa hátíð.

Það er mikilvægt að allir séu jákvæðir og glaðir varðandi þessa daga því saman gerum við þá skemmtilega. Allir geta komið hugmyndum sínum á framfæri því hver og einn íbúi ætti að spyrja sjálfan sig „hvað get ég gert fyrir bæinn minn en ekki hvað bærinn á að gera fyrir mig". Allar hugmyndir, tillögur og athugasemdir vel þegnar, sendið póst á hjalmar@borgarholsskoli.is.