Fara í efni

Málefni sparisjóðanna

Á fundi bæjarráðs 15. jan. s.l. var tekið fyrir erindi Sambands íslenska sparisjóða þar sem farið er fram á stuðning sveitarfélagsins við sparisjóðina í þeirri baráttu að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll þeirra. Samþykkti bæjarráð eftirfarndi bókun um málið:

Á fundi bæjarráðs 15. jan. s.l. var tekið fyrir erindi Sambands íslenska sparisjóða þar sem farið er fram á stuðning sveitarfélagsins við sparisjóðina í þeirri baráttu að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll þeirra. Samþykkti bæjarráð eftirfarndi bókun um málið:

“Bæjarráð telur að sparisjóðirnir hafi verið hornsteinar byggðarlaga og stuðlað að margvíslegum framkvæmdum og framförum á öllum sviðum mannlífsins.  Hefur starfsemi þeirra að verulegu leyti lotið öðrum lögmálum en starfsemi hins almenna bankakerfis.  Ráðið telur mikilvægt að viðhalda þessu,  svo sjóðirnir geti áfram stuðlað að markmiðum sínum um að efla almannahag , byggðir og atvinnulíf.”