Fara í efni

Málþing um heimskautsgerðið við Raufarhöfn

Málþing verður haldið í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn, föstudaginn 19. mars frá kl. 14:00-17:00. Á málþinginu verður fjallað frá mörgum sjónarhornum um uppbyggingu á gerðinu og hugmyndafræðina þar að baki.  Vinna við gerðið er nú í fullum gangi og gefst málþingsgestum tækifæri til að skoða framkvæmdirnar.  

Málþing verður haldið í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn, föstudaginn 19. mars frá kl. 14:00-17:00.

Á málþinginu verður fjallað frá mörgum sjónarhornum um uppbyggingu á gerðinu og hugmyndafræðina þar að baki.  Vinna við gerðið er nú í fullum gangi og gefst málþingsgestum tækifæri til að skoða framkvæmdirnar.

 

Erlingur B. Thoroddsen setur þingið og segir í stuttu máli frá framgangi framkvæmdanna.  Auk þess verða fimm framsögumenn sem munu flytja erindi á málþinginu.  Það eru þeir Haukur Halldórsson hönnuður heimskautsgerðisins, Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, Þorgrímur Gestsson rithöfundur og blaðamaður, Elías B. Gíslason forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu og Gunnlaugur Stefánsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings.

Málþingið er öllum opið.

Auglýsing málþingsins

Allar frekari upplýsingar um málþingið og heimskautsgerðið veitir Erlingur B. Thoroddsen í síma: 465-1233 eða á netfangið ebt@vortex.is